27. janúar. 2010 03:26
Í Grundarfirði er starfandi fyrirtæki sem ætli mætti af nafngiftinni að stæði fyrir mjög yfirgripsmikilli þjónustu. Þetta er Almenna umhverfisþjónustan ehf. sem undanfarin ár hefur staðið fyrir verktöku og byggingaþjónustu, þar með talinni starfrækslu steypustöðvar. Framkvæmdastjóri og aðaleigandi fyrirtækisins er Friðrik Tryggvason meistari í bílasmíði og rekstrarfræðingur frí Bifröst. Friðrik hefur orðið talsverða reynslu af atvinnustarfsemi í Grundarfirði. Ungur að árum setti hann á stofn bílaréttinga- og sprautuverkstæði í bænum. Hann reyndi síðan fyrir sér um tíma í sorphirðu og það var einmitt á þeim tíma sem hann stofnaði fyrirtæki með umræddu nafni, sem hann síðan sá ekki ástæðu til að breyta þótt að breytt væri um verksvið.
Sjá viðtal við Friðrik í Skessuhorni vikunnar.