Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2010 10:35

Fjölbreytt úrræði í boði fyrir unga atvinnulausa

Guðrún, Edda Björk og Bryndís á Vinnumálastofnun.

“Vinnumálastofnun á Vesturlandi býður nú upp á ýmis úrræði fyrir ungt fólk í atvinnuleit,” sagði Guðrún Sigríður Gísladóttir forstöðumaður þegar hún og Bryndís Bragadóttir náms- og starfsráðgjafi ræddu málefni ungs fólks í atvinnuleit við blaðamann Skessuhorns fyrir nokkrum dögum.  Félags- og tryggingamálaráðuneytið setti af stað átak í upphafi árs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks undir kjörorðinu "Ungt fólk til athafna.“  Markmiðið er að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur missir vinnu þar til honum er boðið starf, námstækifæri eða þátttaka í öðrum verkefnum svo sem starfsþjálfun eða sjálfboðaliðastarf.   Þessu markmiði á að vera náð fyrir 1. apríl gagnvart atvinnuleitendum sem eru 25 ára og yngri og 1. júlí gagnvart þeim sem eldri eru. 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er rætt ítarlega við þær stöllur Guðrúnu og Bryndísi um atvinnuúrræði og námsleiðir fyrir unga fólkið okkar. Þá kemur meðal annars fram að atvinnuleysi í röðum þess er talsvert mikið, en þó misjafnt eftir sveitarfélögum á Vesturlandi. Hlutfallslega er það mest í Helgafellssveit (22,2%), en flestir eru þó án vinnu í þessum aldurshópi á Akranesi (74 einstaklingar), í Borgarnesi (17) og Stykkishólmi (9).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is