Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2010 08:04

Kosið um hundahald á Akranesi í vor

Drjúgur hluti fundartíma bæjarstjórnar Akraness sl. þriðjudag fór í umræður um hundahald í bænum. Þar var samþykkt tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að samhliða bæjarstjórnarkosningunum í vor verði kosið um hvort leyfa eigi hundahald á Akranesi. Tillagan var samþykkt 5:4. Ekki var einhugur meirihlutans með tillögunni, atkvæði víxluðust þannig að Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs greiddi atkvæði móti tillögunni en Hrönn Ríkharðsdóttir annar fulltrúi Samfylkingar var henni samþykk.  Guðmundur Páll Jónsson fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn lagði til að málið yrði rætt frekar og tillögunni frestað til umfjöllunar bæjarráðs. Tillaga Guðmundar Páls féll á jöfnu þar sem að Karen Jónsdóttir sat hjá.

Jafnframt var á bæjarstjórnarfundinum tekin fyrir til fyrri umræðu breyting á samþykkt um hundahald á Akranesi. Hún felur meðal annars í sér að hundeign á heimili verið takmörkuð við tvö dýr. Einshugur var um þessa breytingu á samþykktinni á bæjarstjórnarfundinum.

 

 

Það er engu að síður ljóst að Akurnesingar muni í vor kjósa um hvort þeir vilji yfirhöfuð leyfa hundahald í bænum. Undirrót þess að farið var út í breytingar á samþykkt fyrir hundahaldi á Akranesi voru kvartanir vegna slælegrar umgengni einstaka hundaeiganda í bænum. Ljóst er að af sama tilefni kom fram tillagan um að kosið verði um hundahaldið í vor.

????.
- 28.1.2010 13:09:58 Þetta er eitt það allra fáranlegasta sem og heimskulegasta sem ég hef lesið.
......
Banni bann
Á ekki þá að banna ýmislegt annað sem fer í taugarnar á hinum og þessum. T.d. áfengi, skemmtistaði, stjórnmálamenn og fleira.
Sigurður
Fleiri ruslatunnur
- 28.1.2010 17:13:03 Afhverju eru ekki fleiri ruslutunnur til að henda skítunum í,ég vill hvetja ykkur að lappa hringinn í kringum bæinn og telja tunnurnar !! þessi tillaga er þvæla
valmundur árnason
Hahaha
Þetta er fyndið á þá ekki líka að kjósa um flóttamennina sem eru hjérna á skaganum og bærinn þarf að borga stórfé með ..........
Hundaskítur
Refsa skal fjöldanum
- 28.1.2010 21:33:41 Það er alltaf eins, vegna slælegrar umgengni einstakra hundaeigenda á að banna hundahald. Hvað með þá hundaeigendur sem ganga vel um og þrífa eftir hundana sína, það eru flestir sem gera það. En nei, í stað þess að taka á vandanum og ná þeim eigendum sem sinna ekki þeirri sjálfsögðu skyldu að þrífa eftir hundinn sinn og taka hundaleyfið af þeim, þá skal bara banna hundahald. Þetta sýnir að stjórn bæjarins nennir ekki að taka á málum sem skyldi, heldur velur bara auðveldustu leiðina.
Gunnar Heiðarsson
Á þá ekki að banna líka Írska daga?
Mér finnst þá eðlilegt að banna Írsku-dagana ef ástæðan er þessi. Ég bý í miðbænum og það var stanslaus traffík af fólki að mínu húsi til að míga á húsið og í garðinum. Rosalega smekklegt. Ég er föst hér á skaganum út af húsi og á minn hund. Ef hundahald verður bannað, hvað á maður þá að gera??? Þetta er bara stupid hugsun að mínu mati.
Jóhanna
Kettir
- 28.1.2010 23:36:46 Það eru örugglega fleiri kettir í bænm en hundar eigum við þá ekki bara að kjósa um kattarhald líka
BG
Hvað um framsóknamenn
Hvers vegna ekki að nota tækifærið og banna líka framsóknamenn, þeir hafa skitið meira í viftuna en allir hundar landsins til samans.
Galt Afhroð
hudahald
- 29.1.2010 08:23:39 þad er fullt af folki sem fer ut med hundana sina og þrifur upp eftir þa og þarf ad fara med skitapokana med ser heim þvi tunnurnar eru ekki i lagi ,eg hef þurft ad gera þad sjalf og geri þad frekar en ad henda þvi i næsta gard en svo er lika folk sem ekki nennir ad þrifa upp eftir þessi grei eg hef ordid vitni af þvi og yfir leitt eru þad eftir stora hunda en þetta er lika eftir litla eg er ekki ad segja þad en tunnurnar fa bara ekki ad vera i fridi ,svo ma dyraeftirlitsmadurinn lika gera eitthvad til ad sinna sinni vinnu hvad eru margir kettir inna sumum heimilum eg veit um heimili þar sem eru 4 kettir eg helt ad þad væri banna er ekki leyfilegt ad hafa bara 2 þetta þarf ad athuga lika eg borga min gjöld og storfe fyrir sprautur og annad fyrir hundinn minn og ef þad a ad fara ad banna þetta þa vil eg fa þad allt endurgreitt fra akraneskaupstad
hundur
Er þetta grín
Hættið þessu rugli væri nær að laga þessar fáu ruslafötur sem eru á staurum bæjarins
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is