Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2010 11:05

Snæfellsbær er Draumasveitarfélag ársins skv. Vísbendingu

Tímaritið Visbending, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, hefur nú gefið út sitt árlega mat á stöðu sveitarfélaga á Íslandi. Þar trónir Snæfellsbær nú í toppsætinu með einkunnina 6,7, einu sæti ofar en í fyrra. Fast á hæla þess kemur Hornafjörður og Garðabær. Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar segir í samtali við Skessuhorn að matið byggi einkum á fimm mælikvörðum um fjárhagslegt hæfi. Nú sé árferði erfitt og af þeim sökum lækki flest sveitarfélög í einkunn. “Til að skora hátt í þessari úttekt þarf útsvar í fyrsta lagi að vera hóflegt, en þar fá reyndar flest öll sveitarfélög landsins núll þar sem útsvar er víðast hvar í hámarki. Þá þarf fjölgun íbúa að vera hófleg, eða 1,6 - 3,6%, afkoma sem hlutfall af tekjum þarf að vera um 10%, hlutfall skulda af tekjum sem næst 1,0 í árslok 2008 og veltufjárhlutfall sem næst 1,0.”

Listinn hefur að geyma 38 sveitarfélög sem hafa 900 íbúa eða fleiri. Flest sveitarfélög taka töluverða dýfu í einkunnagjöf frá fyrra ári, ef frá er talinn Hornafjörður sem er hástökkvari ársins. Benedikt segir ástæðu þess vera að Hornafjörður hefur ágæta afkomu, skuldir séu hóflegar, veltufjárhlutfall gott en fækkun íbúa hafi verið lítilsháttar.

Stykkishólmur er í 15. sæti listans, Akranes í 21. sæti, Grundarfjörður hækkar nokkuð frá fyrra ári, er nú í 30. sæti en Borgarbyggð hefur tækið stöðu Grundfirðinga á botni listans númer 38 í röðinni, tveimur sætum neðar en Álftanes sem svo mjög hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is