Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2010 02:01

Kjördeildum fækkað í Dölum og Borgarbyggð

Í sveitarstjórnarkosningunum í vor verður kjördeildum í dreifbýli fækkað nokkuð hjá að minnsta kosti tveimur sveitarfélögum á Vesturlandi, Dalabyggð og Borgarbyggð.

Í Dölum verður nú einungis ein kjördeild í Búðardal í vor en áður var einnig kosið í Tjarnarlundi. Að sögn Gríms Atlasonar sveitarstjóra sparast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir ríki og sveitarfélagið vegna þessa.   Í Borgarbyggð hefur nú verið ákveðið að leggja niður Lyngbrekkukjördeild og hún sameinuð Borgarneskjördeild. Einnig verður Brúarásskjördeild í Hálsasveit lögð niður og sameinuð Kleppjárnsreykjakjördeild. Í vor verður því kosið á fjórum stöðum í sveitarfélaginu, þ.e. í Lindartungu, Borgarnesi, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Að sögn Páls hefur ekki verið lagt mat á hvað sparast með þessu, en það er engu að síður veruleg upphæð, en kostnaður við kosningar síðast var um 1.800 þúsund krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is