Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2010 07:04

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 sem sameiningar- og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg. Fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípuhrepps, var hins vegar stofnað árið 1869. Konur hafa síðan þá stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna.  Má segja að konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgengi að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti.   Kvenfélagasamband Íslands hefur lýst 1. febrúar, ár hvert, „Dag kvenfélagskonunnar.”

Kvenfélagskonur um land allt munu halda upp á afmælið hvert með sínum hætti á afmælisárinu. Aðalverkefni afmælisársins er húfuverkefni sem snýst um að kvenfélagskonur prjóna húfur, sem allir nýburar sem fæðast hér á landi á afmælisárinu fá að gjöf.

 

Kvenfélögin innan KÍ eru nú tæplega 200 og starfa innan 17 héraðssambanda um land allt. Kvenfélagasambandið gefur út tímaritið Húsfreyjuna og rekur Leiðbeiningastöð heimilanna sem veitir gjaldfrjálsa símaráðgjöf og upplýsingamiðlun um flest það er lítur að heimilishaldi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is