Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2010 02:28

Grundfirskir sjómenn þögguðu niður í króötum

Í Fréttablaðinu í dag er hressilegt viðtal við sjómenn úr Grundarfirði sem nú dvelja í Austurríki til að hvetja “Strákana okkar” í handboltanum. Í fréttinni segir að þó svo að stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins sé ekki fjölmennur láti hann vel í sér heyra á leikjum íslenska liðsins. Hópurinn kallar sig Gullhópinn. Rætt er við  Hlyn Sigurðsson einn Grundfirðinganna. Strákarnir eru níu talsins og létu vel í sér heyra gegn Rússunum á þriðjudaginn sem höfðu skiljanlega afar hægt um sig á pöllunum. Enda var liðið kaffært af íslensku strákunum strax á upphafsmínútum leiksins. Gullhópurinn er með sína eigin söngva eins og alvöru stuðningsmönnum sæmir og tilkynna viðstöddum reglulega á meðan leik stendur að þarna séu sannir víkingar á ferð.

 

 

 

Gullhóp grundfirsku sjómannanna skipa auk Hlyns, þeir Sigurður Óli Þorvarðarson, Konráð Hinriksson, Jóhannes Þorvarðarson, Hinrik Jóhannesson, Lýður Valgeir Jóhannesson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Illugi Pálsson og Guðmundur Reynisson.

 

En grípum niður í frétt Fréttablaðsins: “Gullhópurinn kom til Vínar á sunnudaginn og menn voru því fegnir að íslenska liðið hafði komið sér í góða stöðu í mótinu með sigri á Dönum í lokaumferð riðlakeppninnar í Linz. Þeir voru þó löngu búnir að ákveða að láta verða af ferðinni. “Við ákváðum að fara í þessa ferð í september síðastliðnum og fengum þessa góðu búninga í Henson,” sagði Hlynur en Íslendingarnir voru auðvitað klæddir í fánalitina frá toppi til táar. En þótt það hafi verið lítið mál að styðja liðið gegn Rússlandi var leikurinn gegn Króötum spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. "Króatarnir voru mjög fjölmennir og létu vel í sér heyra," sagði Hlynur. "Um leið og þeir mættu einhverri mótspyrnu héldu þeir bara kjafti. Þeir byrjuðu ekki að hvetja aftur fyrr en þeir skoruðu og komust aftur inn í leikinn. Við munum hins vegar styðja strákana alltaf jafn mikið, sama hvernig gengur," segir Hlynur en það má búast við mikilli víkingarimmu á pöllunum í dag þegar þeir íslensku mæta þeim norsku en í húfi er sæti í undanúrslitum mótsins.

Hópurinn hefur augljóslega tröllatrú á íslenska landsliðinu því hann hefur ákveðið að vera í Vín fram yfir úrslitaleik keppninnar. Handvissir um að Ísland verði annað liðið í þeim leik. "Það er ekki spurning - enda erum við Gullhópurinn!"

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is