29. janúar. 2010 09:17
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun kemur fram að hálkublettir eru nú á Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku og ofan til í Borgarfirði. Einnig víða í Dölunum. Þá eru hálkublettir nokkuð víða á Snæfellsnesi. Í öðrum landshlutum er það helst að hálkublettir eru á Mosfellsheiði og hálka á Nesjavallaleið. Annars er víðast greiðfært á Suðurlandi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir víðast hvar. Hálka er þó á Klettshálsi. Á Norðurlandi eru hálkublettir í Húnavatnssýslum, hálka er á Vatnsskarði, á Öxnadalsheiði og í Eyjafirði. Norðaustanlands eru víða hálkublettir en hálka er á Víkurskarði, Mývatnsheiði og á Mývatnsöræfum. Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði. Hálkublettir eru á Vatnsskarði eystra. Hálkublettir eru á köflum á Suðausturlandi.