Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2010 09:59

Hundahald rætt á bæjarmálafundi

Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns stendur nú til, í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá því á þriðjudag, að endurvekja félag hundaeigenda á Akranesi til þess að þeir eignist málsvara gagnvart bæjaryfirvöldum og öðrum þeim íbúum bæjarins sem eru á móti hundahaldi. Þá hefur verið stofnuð síða á Fésbókinni til stuðnings hundaeign þar sem mörg hundruð manns hafa þegar skráð sig. Á opnum bæjarmálafundi í gær í Tónbergi mættu nokkrir hundaeigendur og spurðu út í samþykkt bæjarstjórnar um kosningar um hundahald og afleiðingar þess ef hundahald yrði bannað í bænum. Fram kom í máli hundaeigenda að það að halda hunda væri lífsstíll og þeir væru í mörgum tilfellum hluti af “fjölskyldunni” og því um ríkt tilfinningasamband að ræða.   Gísli S Einarsson bæjarstjóri varð fyrir svörum. Sagði hann gríðarlega mikla gagnrýni hafa komið frá bæjarbúum um sóðaskap þar sem hundaeigendur þrifu ekki upp skít eftir hunda sína. Þá hafi verið dæmi um að hundar hafi bitið fólk.

Sagði Gísli hundaeftirlitsmann vera í þröngri stöðu til að aðhafast í þeim tilfellum þegar hafa þyrfti afskipti af hundum þar sem hann mætti ekki fara inn fyrir lóðamörk. Gísli upplýsti að hann teldi að það sem búið hafi að baki hjá flutningsmanni tillögunnar hafi einkum verið að vekja upp umræður um bætta umgengni hjá “svörtu sauðunum” í röðum hundaeigenda.

 

Engu að síður stendur það upp úr að samþykkt bæjarstjórnar frá því á þriðjudaginn, um að láta kjósa í vor um hundahald á Akranesi, stendur nema að hún verði dregin til baka í bæjarstjórn fyrir vorið.

Kettina líka þá
- 29.1.2010 11:22:07 En kettirnir, það tekur enginn upp eftir þá. Er ekki um að gera að hafa bæta þeim í þessar fáranlegu kosningar líka. Ég hef alla vegna oft séð ketti gera þarfir sínar úti án þess að nokkur hafi tekið upp eftir þá, sem og verið bitinn af þeim margoft.
Sigurður
Furðuleg umræða
Sjálfstæðisflokkurinn með Gunnar, Karen og Gísla í fararbroddi eru búin að setja bæinn á hausinn. Skuldirnar hrikalegar og tekjurnar hrynja. Atvinnuleysi í hámarki. Félagsleg neyð mikil. Orkuveitan er sömuleiðis gjaldþrota. Lánshæfimatið í ruslflokki. Og nú ætlar þetta fólk að láta komandi bæjarstjórnarkosningar snúast um hundaskít!
Einn alveg bit
Réttur eins gangi ekki yfir aðra
- 30.1.2010 20:28:36 Ég fer mikið um bæinn í gönguferðum og er einn af þeim sem ofbýður að þurfa að stikla á milli hundaskíts stóran hluta af leið minni. Ég hef þó fullan skilning á að sambýli manna og dýra eigi að ganga upp en núna finnst mér að hundaeigendur eigi að skýrskota til annarra hundaeigenda um að standa sig betur. Í þeirra hópi er fólk sem lætur hunda sína valsa lausa og leyfir þeim að gera stykki sín á leið sinni án þess að hirða það upp. Þessir hundaeigendur ganga yfir rétt annarra íbúa - hvet hundaeigendur til að laga þetta. Þá er sambýli manna og dýra / hunda í góðum farvegi.
Halldór
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is