Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2010 05:04

Byggðakvóta úthlutað

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði í dag reglugerðir um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2009/2010.  Reglugerðirnar eru samhljóða reglugerðum síðustu fiskveiðiára í öllum aðalatriðum.  Verður sveitarstjórnum tilkynnt bréflega um hve mikið kemur í hlut hvers byggðarlags af þeim 3.885 þorskígildistonnum sem til ráðstöfunar eru, í framhaldi af birtingu reglugerðanna í B-deild Stjórnartíðinda. “Eitt af markmiðum laga um stjórn fiskveiða er að treysta atvinnu og byggð í landinu öllu. Ákvæði um byggðakvóta voru á sínum tíma sett m.a. með hliðsjón af því markmiði, segir í tilkynningu frá Jóni Bjarnasyni.

Ráðherra stefnir á að leggja fram í ríkisstjórn lagafrumvarp um breytingu á úthlutun byggðakvóta á þann veg, að fiskiskip sem framselja eða flytja frá sér meiri aflaheimildir í þorskígildum talið en þeir fá framselt eða flutt  til sín, komi ekki til greina við úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2010/2011 og síðar.  Með þessari aðgerð er talið að markmið fiskveiðistjórnarlaganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu verði betur náð.

Jón Bjarnason hefur jafnframt í hyggju að leggja til við ríkisstjórn breytingar á núgildandi lögum sem lögfesta ákvæði um heimild aðila til að flytja byggðakvóta milli fiskveiðiára með sama hætti og öðrum er unnt. Er þannig meðal annars  komið til móts við áliti umboðsmanns Alþingis frá 14. desember 2009.  Þá stefnir ráðherra jafnframt að því að úthlutun byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár, þ.e. 2010/2011, fari fram í upphafi þess fiskveiðiárs, þannig að útgerðir sem hlut eiga að máli viti fyrr en áður hve miklar aflaheimildir þær hafa á fiskveiðiárinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is