30. janúar. 2010 01:45
Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú á leið upp á Langjökli þar sem tveir einstaklingar, maður og barn úr hópi sem var í jeppaferð á jöklinum, féllu ofan í sprungu. Tilkynning barst björgunarsveitunum klukkan eitt. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir enn sem komið er.