30. janúar. 2010 02:39
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna úr Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi og af höfuðborgarsvæðinu er nú að komast að slysstað við rætur Langjökuls, skammt frá Jaka, húsinu sem er vestarlega við brún jökulsins. Það voru kona og barn sem féllu niður í sprungu á jöklinum laust fyrir klukkan eitt í dag. Björgunarveitir eru með bíla og snjósleða í för ásamt sigmönnum sem eru að gera sig klára að síga niður til fólksins. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig komin á staðinn og hefur hún fjóra björgunarsveitarmenn innanborðs. Björgunarsveitarmennirnir eru að gera sig klára að síga niður í sprunguna.