Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2010 02:59

Banaslys á Langjökli

Hér sést hluti Þursaborga á Langjökli.
Það hörmulega slys varð á Langjökli í gær að kona og sjö ára sonur hennar féllu niður í 20-30 metra djúpa sprungu í jöklinum. Talið er að konan hafi látist við fallið en drengurinn var með meðvitund þegar til hans náðist. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar og gekkst þar undir aðgerð. Hann er ekki í lífshættu og mun að öllum líkindum útskrifast af gjörgæsludeild í dag, skv. heimildum Vísis.is. Björgunarsveitarmenn náðu fyrst til konunnar upp úr klukkan 15 en drengurinn féll dýpra í sprunguna og náðist hann ekki upp fyrr en eftir um fjögurra tíma veru í sprungunni. Mæðginin voru ásamt fleira fólki í ferð á jöklinum þegar slysið varð.

Það var klukkan eitt sem björgunarsveitum Landsbjargar í Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að tvær manneskjur hefðu fallið í sprungu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var strax send á vettvang ásamt undanförum úr röðum björgunarsveitarmann og lenti þyrlan á jöklinum rétt fyrir klukkan hálf tvö. Um klukkan hálf fimm hafði tekist að ná konunni upp úr sprungunni, en talið er að hún hafi látist við fallið. Klukkan rúmlega fimm tókst svo að ná syni hennar upp úr sprungunni.

 

Nokkrar þyrluferðir voru farnar milli höfuðborgarsvæðisins og Langjökuls, meðal annars með búnað frá rústabjörgunarsveitinni og lækna frá Reykjavík. Þá fór þónokkur fjöldi björgunarsveitarfólks landleiðina og upp á jökulinn á snjósleðum og bílum, en alls tóku um 120 einstaklingar þátt í björguninni uppi á jöklinum. Veður var gott meðan á aðgerðum stóð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is