Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2010 11:01

Seint koma sumar en koma þó

Bændur eru enn að heimta fé.  Nú rétt fyrir byrjun þorra heimtust ein útigengin ær með veturgamalli gimbur og lambhrútur, en féð fannst í Austurmúla í Dunkárdal í Dalasýslu. Það var Kjartan Jónsson bóndi á Dunki sem var þar á ferð á fjórhjóli að svipast um eftir fé og fann þá lambhrútinn sem hann átti sjálfur. Kallaði hann þá til vaska smala með hunda úr Kolbeisstaðahreppi til aðstoðar. Fundu smalarnir hrútinn og skammt frá honum útigengna á með veturgamalli gimbur en þær mæðgur eru frá Hallkellstaðahlíð. 

 

 

 

 

Fréttaritari Skessuhorns hafði spurnir af því að ærin Kvika frá Hallkelsstaðarhlíð, sem nú kom í leitirnar, væri svolítið forvitnileg af kind að vera og brá sér því í heimsókn heim að Hallkellstaðahlíð. Hitti þar í fjárhúsunum þau Sigrúnu Ólafsdóttur og Sveinbjörn Hallsson. Kvika þessi er fædd 2002 og er því að fara á sinn áttunda vetur. Hefur hún alls gengið fjóra vetur úti. Segir Sigrún að búið sé í tvígang að fella hana út úr fjárbókhaldinu því enginn hafi reiknað með henni aftur. Kvika hefur bara einu sinni komið heim með ómarkað lamb úr þessum vetrarútilegum sínum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is