Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2010 11:30

Tryggvi Eðvarðs sjónarmun á undan Sirrý ÍS

Mikill keppnishugur hefur síðustu daga verið meðal áhafna og útgerða tveggja báta, í stærðarflokknum 10 brúttótonn og yfir. Baráttan stóð um hvort Tryggvi Eðvarðs SH frá Rifi eða Sirrý ÍS frá Bolungarvík aflaði meira í janúarmánuði. Það voru Rifsverjar sem höfðu betur, en í gærkvöldi varð ljóst að skipið landaði 230 tonnum í mánuðinum, að uppistöðu þorskur, að verðmæti 74 milljónir króna. Sirrý ÍS frá Bolungarvík er skráð með tvo róðra 31. janúar og er það til marks um keppnisandann. Samtals var landað úr Sirrý 224,3 tonnum í mánuðinum, þannig að litlu munaði á þessum tveimur bátum. Að sögn hafnarvarðar í Bolungarvík var veðurfar alveg með eindæmum gott af janúarmánuði að vera, en einungis einn dagur féll úr vegna veðurs og síðan var ekki róið á nýjársdag. Í Rifi féllu hins vegar fimm dagar út vegna veðurs en á móti kemur að mjög stutt er á fengsæl mið frá Rifshöfn.

Að sögn Friðbjörns Óttarssonar útgerðarstjóra hjá Nesveri ehf, sem gerir Tryggva Eðvarðs út, er ástæða þess hversu vel fiskaðist í janúar vaðandi þorskur og gott veður. “Sjórinn er fullur af þorski og við bíðum bara eftir að kvótinn verði aukinn. Báturinn fór í 26 róðra í mánuðinum og það voru aðeins fimm dagar sem ekki gaf til veiða.  Svo má ekki gleyma því að við höfum frábært starfsfólk bæði til sjós og lands. Sigurinn tileinkum við afa okkar Tryggva Eðvarðssyni. Við erum hjátrúarfullir og trúum því að sá gamli sé með okkur i anda. Hann var mikill keppnismaður,” sagði Friðbjörn kampakátur í samtali við Skessuhorn í morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is