01. febrúar. 2010 03:04
Starfsár Veiðisafnsins á Stokkseyri hefst með árlegri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vesturröst laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. febrúar 2010 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Verður fjölbreytt úrval skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, vélbyssur, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heimstyrjöld í eigu Hinriks safnara til sýnis og ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði. Einnig verða til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og skotvopn úr einkasöfnum m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni og fjölmörgum öðrum aðilum að ógleymdum Drífu-haglabyssunum frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík. Sjá nánar www.veidisafnid.is
-fréttatilk.