02. febrúar. 2010 08:04
Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum í síðustu viku að koma til hjálpar vegna jarðskjálftanna á Haiti. Akurnesingar munu leggja sitt af mörkum til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer nú fram. Samþykkti bæjarstjórnin að veita til þess upphæð sem svarar til 100 króna á íbúa og mun Rauða Kross Íslands veita peningunum móttöku. Íbúar Akraness eru 6555 og mun þeir því veita 655.500 krónum til hjálparstarfsins á Haití.