Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2010 11:06

Líflegt Stefnumót í Borgarbyggð

Unnur og Steinka gáfu tóninn.
Vel var mætt á Stefnumót 2010, málþing um atvinnumál, sem haldið var í Borgarnesi sl. laugardag. Á annað hundrað manns kom saman í menntaskóla- og menningarhúsinu þar sem þingið fór fram og ekki var að sjá á yfirbragði samkomunnar annað en fólk kæmi með bjartsýnina og léttleikann að veganesti. Þingið hófst líka á léttu nótunum, með því að Unnur Halldórsdóttir hótelstjóri á Hamri flutti frumsaminn hvatningarbrag við harmonikkuundirleik Steinunnar Pálsdóttur. Þingfulltrúar tóku undir braginn fullum hálsi. Þórólfur Árnason ráðstefnustjóri bauð fólk velkomið og rifjaði um leið upp skemmtilega daga frá því hann var sveitastrákur og framvísaði tólf ára gamall fyrir föður sinn, sem þá var prestur með búskap í Söðulsholti, vel á þriðja hundrað dilkum í sláturhús. „Þá fannst mér ég heldur betur vera maður með mönnum, engu minni en Guðmundur í Dalsmynni sem framvísaði fimm hundruð dilkum.“

Nánar er greint frá framsöguerindum á málþinginu í Skessuhorni sem kemur út á morgun. Helstu niðurstöður úr vinnuhópum verða síðan birtar í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is