02. febrúar. 2010 04:08
Hópur fólks á Akranesi hefur ákveðið að boða til fundar þar sem Hundaeigendafélag Akraness verður endurvakið. Stofnfundurinn verður mánudaginn 8. febrúar klukkan 20.00 í Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut. “Þetta mál hefur tekið stakkaskiptum síðustu daga og er óhætt að segja að fólk í bænum sé frekar pirrað og margir hreinlega brjálaðir. Nokkrir áhugamenn hittust síðastliðið sunnudagskvöld til þess að ráða ráðum sínum og var það niðurstaða fundarins að endurvekja Félag hundaeiganda á Akranesi,” segir í tilkynningu frá undirbúningshópi úr röðum hundaeigenda.