03. febrúar. 2010 10:58
Þessi hópur barna í Dölum tók nýlega upp á sitt eindæmi að hefja söfnun fyrir börn á jarðskjálftasvæðunum í Haiti. Stóðu börnin fyrir tombólu og gengu í hús og söfnuðu dósum. Vel var tekið á móti þeim og náðu þau að safna rúmlega 12 þúsund krónum.