Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2010 12:01

Uppbygging gagnavera í biðstöðu

Algeng sjón inni í gagnaverum; skápar fullir af tækjum og hugbúnaði.
„Eigum við ekki að vera svolítið bjartsýn og vonast til að uppbygging annars gagnaversins í Hvalfjarðarsveitinni hefjist innan árs og byrjað verði á hinu innan þriggja ára,“ segir Jónas Tryggvason í samtali við Skessuhorn. Jónas er annar forsvarsmanna Titan Global sem um tíma hefur stefnt á uppbyggingu netþjónabús í Hvalfjarðarsveit. Þar eru tveir staðsetningarkostir sem horft er til, annars vegar við Stóru-Fellsöxl og hins vegar við Grundartanga á stórri iðnaðarlóð þar, en sjálft tekur gagnaverið 50 þúsund fermetra og því um plássfreka starfsemi að ræða.  Jónas segir að það sem hefði heft gang mála varðandi áform um uppbyggingu gagnavera í landinu sé að ekki er búið að ganga frá fjárfestingarsamningi við Verne Holding í Reykjanesbæ. Framvarp, sem sá samningur byggi á, líti ágætlega út og leggi grunninn að því skatta- og rekstrarlega umhverfi sem stjórnvöld ætli að veita þessari starfsemi á Íslandi.

Nánar er fjallað um hin mögulegu gagnaver í Hvalfjarðarsveit í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is