03. febrúar. 2010 02:08
Talsverðra breytinga er að vænta í sveitarstjórn Borgarbyggðar eftir kosningar í vor. Aðeins einn oddviti núverandi framboða hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram, það er Björn Bjarki Þorsteinsson hjá Sjálfstæðisflokki. Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti framsóknarmanna segist ekki hafa tekið ákvörðun og segir að framtíð sín muni væntanlega ráðast af því hvernig skólamál muni skipast. Þá er fyrir nokkru ljóst að Borgarlistinn muni ekki bjóða fram við næstu kosningar. Finnbogi Rögnvaldsson oddviti listans hefur ákveðið að draga sig í hlé, en hann er í forsvari fyrir VG sem mun bjóða fram sér lista og það ætlar einnig Samfylkingin að gera í vor. Borgarlistinn var samstarf Samfylkingar, VG og óháðra síðustu þrjú kjörtímabil.
Nánar er fjallað um framboðsmál einstakra framboða í Skessuhorni sem kom út í dag.