Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. febrúar. 2010 07:04

Komið að verklokum við hluta stofnæðar

Frá vetrarbyrjun hefur verið unnið að endurnýjun stofnlagnar hitaveitunnar milli Grjóteyrar og Skeljabrekku í Andakíl, tveggja og hálfs kílómetra kafla. Sigurður Rúnar Sigurðsson var að sjóða á fullu þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í vikunni sem leið, en þar er verktakafyrirtækið Þróttur sem sér um verkið. Sigurður Rúnar, sem er brottfluttur Akurnesingur, sagði að framkvæmdum væri að ljúka við þennan áfanga endurnýjunar lagnarinnar. Þá var verið að skipta út gömlu asbestlögninni við bæinn Árdal. Þegar þessari framkvæmd er lokið verða komnir 12,5 kílómetrar í nýlegum lögnum hitaveitunnar frá Deildartunguhver um Borgarfjörð en eftir að skipta út tæpum 60 kílómetrum af gömlu asbestlögninni, sem kominn er tími á að endurnýja enda orðin 30 ára gömul.

Skessuhorn hefur fregnað að áætlað sé að bjóða út næsta áfanga á næstunni, en sem kunnugt er var á dögunum gengið frá því að HAB er nú einvörðungu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is