07. febrúar. 2010 12:35
Í dag mætast Keflavík og Snæfell í undanúrslitum karla í Subwaybikarkeppninni í körfu. Leikurinn hefst kl. 15:00 og fer fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Verður hann sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV. Liðin mættust fyrr í vikunni í Iceland Express deildinni þar sem Snæfell fór með öruggan tuttugu stiga sigur í Hólminum. Síðan liðin mættust í vikunni hafa bæði lið bætt við sig erlendum leikmönnum og verður fróðlegt að sjá hvort og hvernig þau láta til sín taka á parketinu í dag.