07. febrúar. 2010 04:35
Snæfell var rétt í þessu að landa glæsilegum sigri í undanúrslitaleik gegn Keflavík í Subwaybikarkeppni karla í körfunni. Leikurinn fór fram í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ. Heimamenn suður með sjó sáu vart til sólar í leiknum því yfirburðir Snæfells voru algjörir. Staðan í hálfleik var 29:46 og þegar leikurinn var flautaður af var staðan 90:64.
Eftir á að koma í ljós hvort það verður Grindavík eða ÍR sem mætir Snæfelli í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.