08. febrúar. 2010 08:04
 |
Forsvarsmenn verksmiðjunnar taka við verðlaunagrip. |
Tryggingafélagið VÍS hefur gefið það út að Þörungaverksmiðjan á Reykhólum sé til fyrirmyndar í forvörnum árið 2010. Auk verksmiðjunnar fá Bílson bílaverkstæði og Strætó bs. forvarnaverðlaunin sem afhent voru i fyrsta sinn sl. föstudag á sameiginlegri ráðstefnu félagsins og Vinnueftirlitsins um forvarnamál. Þörungavinnslan hlaut jafnframt nafnbótina
fyrirmyndarfyrirtæki VÍS í öryggis- og forvarnamálum og fékk afhentan veglegan farandgrip til varðveislu næsta árið.
Forvarnarverðlaun VÍS eru nú veitt í fyrsta skipti en þeim er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að vinna skipulega að öryggis- og forvarnarmálum.