Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2010 07:05

Vaktsími lækna á starfssvæði HVE verður 112

Sú breyting hefur nú verið ákveðin og samræmd hjá öllum starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að frá og með mánudeginum 15. febrúar næstkomandi kl. 08.00 verður vaktsími lækna í umdæmi stofnunarinnar tengdur Neyðarlínunni - 112. Að sögn Þóris Bergmundssonar framkvæmdastjóra lækninga og rekstrar hjá HVE er þessi breyting liður í bættri þjónustu og til hagræðingar bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn stofnunarinnar. Með því að vaktsími lækna færist til Neyðarlínunnar – 112 auðveldar það íbúum að muna stutt og vel þekkt neyðarnúmer ef veikindi eða slys verða.

“Með þessu móti er hægt að auka viðbragðsflýti heilbrigðisstarfsfólks og sjúkraliðs ef um bráðatilfelli er að ræða.  Þá munu starfsmenn Neyðarlínunnar framvegis sjá um að flokka frá þau símtöl til lækna sem mega bíða næsta vinnudags, ef hringt er utan hefðbundins vinnutíma. 

Viðtalsspantanir verða í afgreiðslum heilsugæslustöðvanna eins og áður.  Þá verða símatímar lækna með sama sniði og áður.

Þórir segir að gömlu vaktnúmer heilsugæslulæknanna verði frá og með næsta mánudegi tengd þannig að þau hringi hjá Neyðarlínunni sama hvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands er. “Þetta fyrirkomulag hefur verið við líði í Stykkishólmi í þrjú ár og hefur reynst vel. Við munum nú samræma það á öllum starfsstöðvum okkar og erum fullviss um að þessi breyting mun hafa hagræðingu í för með sér og auka öryggi notenda heilbrigðisþjónustunnar,” sagði Þórir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is