Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2010 01:04

Gamla rauðsokkan ekki dauð úr öllum æðum

Þeir þóttu hressilegir liðsmenn Borgarbyggðar í spurningakeppninni Útsvari í sjónvarpinu fyrr í vetur og stóðu sig bara býsna vel. Þar vakti ekki síst athygli valkyrjan í hópnum, Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem sló á létta strengi í harðri viðureign við Akureyringa. Þegar sigur norðanmanna blasti við sagði Hjördís í gamansömum tóni að einhvern tímann hefðu Borgfirðingar leitað hefnda með því að fara norður og vega mann og annan. Þarna örlaði kannski á gamla baráttuandanum enda mikil kvenréttindakona á ferð. „Sem gamalli rauðsokku finnst mér það hálfdapurlegt ef þarf nú að fara að dusta rykið af gömlum baráttumálum hreyfingarinnar, sem maður hélt að væru komin í höfn. Þau voru eins og flestum ætti að vera í fersku minni:

Sömu laun fyrir sömu vinnu, leikskóla fyrir öll börn, samfelldur skóladagur, skólamáltíðir og þriggja mánaða fæðingarorlof. Þessi baráttumál voru sett fram fyrir meira en 30 árum. Það fyrsttalda hefur ekki náðst fram ennþá og núna í kreppunni virðist farið að klípa af hinum. Það er farið að skera niður þjónustu við barnafjölskyldur og velta ábyrgðinni aftur yfir á konur,“ sagði Hjördís meðal annars þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti við hjá henni á dögunum.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Hjördísi í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is