10. febrúar. 2010 10:04
Í dag miðvikudaginn 10. febrúar frumsýnir frístundaklúbburinn Fjörfiskar á Akranesi heimildamyndina Gaman-Saman í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Aðdragandinn að myndinni er sá að síðasta vor unnu frístundamiðstöðin Þorpið og Fjörfiskar að verkefninu “Gaman-Saman” en markmið þess var m.a. að leiða saman ólíka hópa barna og að undirbúa hugsanleg tómstundatilboð í framtíðinni þar sem fötluð og ófötluð börn kæmu saman. Síðast en ekki síst var ætlunin að gera þessa vinnu sýnilega. Samfara þessu verkefni var svo ákveðið að gera heimildarmynd um það en verkefnið var styrkt af Menningarsjóði Vesturlands.