Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2010 04:02

Tóku saman upplýsingar um umferðarslys

Ágústa Friðriksdóttir og Karen Lind Ólafsdóttir á Akranesi luku í vetur ökukennaranámi frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni þeirra var kortlagning umferðarslysa á Akranesi árin 2000-2009. Í verkefninu greina þær skráð umferðarslys með meiðslum og gera tillögur til úrbóta.  Ökukennaranám er orðið talsvert umfangsmeira en það var áður og nú er það eitt og hálft ár á háskólastigi. Karen Lind segir það hafa vakið athygli sína þegar hún var í Danmörku að konur voru í meirihluta ökukennara, öfugt við það sem hér er. “Þegar ég svo frétti að ekki þyrfti meirapróf til að gerast ökukennari ákvað ég að slá til og fara í þetta nám,” segir hún. Ágústa segist hafa farið í námið vegna þess að engin kona var ökukennari á Akranesi. Þær segja að nærtækast hafi verið að fjalla um Akranes þegar kom að lokaverkefninu enda báðar búsettar þar.

Þær könnuðu staði þar sem umferðarslys hefðu orðið á Akranesi og fólk hafði meiðst. “Þetta raðast nokkuð niður á ákveðnar götur en Kirkjubrautin neðanverð og gatnamót Smiðjuvalla, Innnesvegar og Dalbrautar koma verst út,” segir Ágústa.

 

Ítarlega er fjallað um skýrslu þeirra í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is