10. febrúar. 2010 10:46
“Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð um gjaldskrárbreytingar ýmissa sveitarfélaga með tilheyrandi samanburði á milli þeirra. Nú síðast var fjallað um hækkun sorphirðugjalda í sveitarfélögunum og kom þar fram að sorphirðugjaldið á Akranesi hefði hækkað hvað mest eða um 46%. Þetta er rangt og er ástæða til að óska leiðréttingar á þessu,” segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Í bókun sem gerð var á fundi bæjarstjórnar Akraness hinn 20. janúar sl. kemur fram að sorphirðugjald skuli verða kr. 22.000 sem er hækkun upp á 14,6% en ekki kr. 28.000 eða 29.000 eins og vísað hefur verið til í fjölmiðlum að undanförnu. Sorphirðugjald á Akranesi hækkar því um 14,6% en ekki 46% eins og komið hefur fram í landsfjölmiðlum að undanförnu.