Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2010 09:03

Snæfellsstúlkur að tryggja sætið í deildinni

Úr næstsíðasta leik liðsins.
Snæfellsstúlkur fóru langt með að tryggja sæti sitt í IE-deildinni í körfubolta þegar þær sigruðu Valsstúlkur í Hólminum í gærkveldi. Snæfell vann 68:58 og er nú komið með átta stig í deildinni. Valsstúlkur eru aðeins með fjögur stig í neðsta sætinu en baráttan hefur staðið á milli þessara félaga við botn deildarinnar í vetur.  Snæfell var mun hressara liðið í fyrsta hluta og voru stúlkurnar komnar í  10:0 þegar rúmar 6 mínútur voru liðnar af leik. Snæfell leiddi 16:8 eftir fyrsta hluta og skoraði síðan fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik var 33:18.

 

 

 

 

Snæfellsstúlkur gerðu síðan endanlega út um leikinn með því að komast í 20 stiga mun í þriðja leikhlutanum, 46:26 og munurinn fyrir lokasprettinn var 19 stig, 53:34. Gestirnir úr Val réttu svo úr kútnum í síðasta leikhlutanum en það dugði ekki til og tíu stiga sigur Snæfells varð staðreynd.

 

Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs stighæst með 29 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 21 stig og tók níu fráköst. Þær tvær báru af en liðsheildin var engu að síður sterk. Hjá Val var Hrund Jóhannesdóttir best með 20 stig og 11 fráköst og Dranadia Roc skoraði 23 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is