Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2010 09:29

Sólardagar í FSN - Safna fötum fyrir íbúa Haiti

„Þetta er hópur tíu stelpna í skólanum sem fór af stað með þessa hugmynd að safna fatnaði og ýmsu til stuðning þeirra sem fóru illa út úr afleiðingum jarðskjálftanna á Haiti. Stelpurnar ætla að auki að standa í bakstri og bjóða upp á nýtt brauð og bakkelsi til sölu á „sólardögunum“ í skólanum,“ segir Helga Lind Hjartardóttir námsráðgjafi í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Sólardagar hefjast í dag og er heilmikil dagskrá, eins og lesa má um hér að neðan.

Nokkrir nemendur FSN hafa í samstarfi við Rauða kross deildirnar á Snæfellsnesi hafið fatasöfnun fyrir bágstadda á Haítí. Sólardagar eru haldnir í skólanum í dag og á morgun. Á þeim verður brotið upp hefðbundið skólastarf með því að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur, sem ætla um leið að láta gott af sér leiða.

 

 

Nemendur verða með heljarinnar kolaportsstemningu í skólanum þessa daga. Þar verða fötin seld og einnig boðið upp á veitingar. Í tilkynningu frá nemendur FSN segir að allir séu velkomnir í skólann til að taka þátt í söfnuninni og versla í FSN - Portinu.  „Þau föt eða það sem þið ákveðið að gefa og ekki selst fer síðan til Rauða Krossins og rétta leið þangað sem þörfin er mest,“ segir í tilkynningunni, en þar segir að auk fata séu skór og töskur vel þegið.

 

  

Sólardagar

Fyrir hádegi í dag, fimmtudag:

 

Haiti-söfnun – í Anddyri skólans og Dimma

Söngleikur - Grundarfjarðarkirkja

Kvikmyndir  - Raun

Félagsvist – Stóra sal

Jóga – Býli

Stomp – Byrjar í stóra sal

Prjónakaffi – Hæð

Póker – matsal

 

Eftir hádegi í dag, fimmtudag:

 

Pönnukökubakstur - Matsal

Haiti-söfnun – sama stað

Gettu betur, borðspil -

Dans  - íþróttasal eða Býli(fer eftir fjölda)

Kvikmyndir - Fiskabúr

Hellaskoðun – Farið verður með rútu

Júdó - íþróttahúsið

 

Fyrir hádegi á föstudegi

LAN - Raun

Haiti - söfnun – Sama stað

Gettu betur, leikir og spil - Hæð

Dans / Söngleikur – Býli, íþróttasal

Kvikmyndir - Fiskabúr

Stomp – Stóra sal

Hárgreiðsla – Dimma

Söngkeppni – verður í hádeginu til 13:30

 

Eftir hádegi á föstudegi

 

Gólið

Rútur fara heim 13:30

 

 * Með fyrirvara um breytingar

 

 

 

Á meðfylgjandi mynd er hópurinn sem stendur fyrir fatasöfnuninni ásamt Helgu Lind námsráðgjafa sem er lengst til vinstri á myndinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is