Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2010 10:25

Nýr Vaxtarsamningur fyrir Vesturland

Katrín og Ólafur undirrita samninginn.
Í gær var nýr Vaxtarsamningur fyrir Vesturland undirritaður. Á meðfylgjandi mynd undirrita hann þau Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnuráðgjafar SSV og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Samningurinn er nokkuð breyttur frá þeim fyrri. Þannig eru samningsaðilar nú einungis tveir, Iðnaðarráðuneyti og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, en í fyrri samningi voru 16 sem komu að samningnum. Árlega mun ríkið nú verja 215 milljónum til Vaxtarsamninga um allt land og er meðal nýmæla að nú bætist Reykjanes við. Samningsupphæðin til Vesturlands verður 25 milljónir á ári, sem er samdráttur frá fyrri samningi, en á móti kemur að SSV tekur á sig aukinn kostnað við umsýslu og rekstur, svo fjármagn til úthlutunar ætti að haldast svipað og áður.

Að sögn Torfa Jóhannessonar, starfsmanns Vaxtarsamnings Vesturlands, eru helstu markmið nýja samningsins að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Vesturlandi og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkis .

 

Nú skal halda áfram eflingu klasasamstarfs vaxtargreina á svæðinu og efla svæðisbundna sérþekkingu á vel skilgreindum styrkleikasviðum. Stuðla skal að fjölgun samkeppnishæfra fyrirtækja og reyna að efla framboð á vöru og þjónustu. Þá skal stuðla að útflutningi vöru og þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi, nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum og laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu.

 

Torfi segir að svæðisbundnar áherslur Vesturlands séu á uppbyggingu klasa og framgangi rannsókna og þróunar. “Við munum reyna að stuðla að nýsköpun og tækniþróun sem drifin er áfram af náttúrlegum aðstæðum, öflugum þekkingarsetrum og háskólastarfi hér á svæðinu. Starfsemi þekkingarsetra verður efld og sérstaklega hugað að tengslum þeirra við atvinnulífið hér á Vesturlandi. Þá verður reynt að efla og leita að möguleikum sem tengjast starfsemi og þjónustu við stóriðjuna á Grundartanga.” Torfi segir stefnt að sjálfbærri ferðaþjónusta tengdri sagnaarfi Vesturlands og að áhersla verði lögð á samtvinnun náttúruverndar, ferðaþjónustu og menningarstarfs. Loks verður í nýjum Vaxtarsamningi stefnt að eflingu svæðisbundinna auðlinda Vesturlands á sviði matvæla. Meðal annars verði stutt við nýjar eldisgreinar á sjó og landi, vöruþróun og markaðssetningu afurða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is