Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2010 08:04

Innflytjendur á Akranes verða fljótt virkir þátttakendur

Út er komin skýrsla með niðurstöðum úr viðtalsrannsókn sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst stóð fyrir á sumar- og haustmánuðum 2009. Í henni voru tekin viðtöl við innflytjendur og fulltrúa sveitarfélaga og annarra stofnanna sem koma að starfi með innflytjendum í þremur sveitarfélögum; á Akranesi, í Fjarðabyggð og í Vesturbyggð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og þá hvernig félagsleg þátttaka innflytjenda tengist því hversu sterkt þeir upplifa sig sem hluta af samfélaginu og hvernig þeim hefur gengið að aðlagast á Íslandi. Jafnframt var markmið að greina aðkomu sveitarfélaga og annarra stofnanna að málefnum innflytjenda í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Helstu niðurstöður úr viðtölum við innflytjendur voru þær að almennt höfðu þeir jákvæða upplifun af því að búa á Íslandi þrátt fyrir að hafa upplifað ákveðna erfiðleika við komuna til landsins. Flest töluðu um að viðmót heimamanna sem fyrir voru hafi almennt verið jákvætt en minntust jafnframt á að þau höfðu orðið vör við fordóma í sinn garð sem hafi jafnvel orðið meira áberandi á síðastliðnum árum. Margir töluðu um að hafa komið til Íslands með það markmið að vinna í nokkur ár og flytja svo af landi brott, en tóku svo ákvörðun síðar meir að setjast að á Íslandi. Ástæður fyrir því voru helst að hér höfðu þau byggt upp sitt líf, keypt sér húsnæði og að samfélagið byði upp á góða og örugga framtíð fyrir börnin þeirra. Allir þeir sem talað var við og höfðu tekið ákvörðun um að setjast að á Íslandi töluðu um mikilvægi þess að geta talað íslensku, bæði til að geta orðið virkari þátttakendur í samfélaginu og vegna þess sjálfstæðis sem því fylgir að geta talað tungumálið.

 

Í viðtölum við fulltrúa sveitarfélaganna og annarra sem komu að starfi með innflytjendum mátti greina að í öllum þeirra var vilji til að koma til móts við innflytjendur, bæði hvað varðar þjónustu og að hvetja til þátttöku þeirra í hinum ýmsu viðburðum innan byggðalagsins. Fjarðabyggð var eina sveitarfélagið sem tók á móti innflytjendum með formlegum hætti með móttökufulltrúa fyrir nýja íbúa. Á Akranesi hefur verið byggt upp öflugt starf með innflytjendum og þar hefur tekist vel til að virkja innflytjendur á viðburði innan bæjarfélagsins. Ekkert formlegt móttökuferli var til staðar hjá Vesturbyggð en þar hefur eitt stærsta fyrirtækið, Oddi fiskvinnsla-útgerð, sem hefur hátt hlutfall erlendra starfsmanna, séð vel um skráningu og upplýsingagjöf til sinna erlendu starfsmanna.

 

Samandregið þá virðist þjónusta og hvatning til þátttöku innflytjenda vera til staðar í öllum þremur sveitarfélögum, en misjafnt hversu mikil þátttaka innflytjenda er. Á Akranesi hefur hún verið með besta móti og velta má upp þeirri spurningu hvort það sé vegna þess að þar hefur þátttaka innflytjenda sjálfra, við skipulagningu hinna ýmissa viðburða og annarrar starfsemi fyrir innflytjendur, verið góð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is