12. febrúar. 2010 07:45
Í dag, föstudag mun Háskólinn á Bifröst standa fyrir ráðstefnu í Iðnó í Reykjavík. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, mun setja ráðstefnuna klukkan 13:00 og stendur dagskráin til 17:30. Ráðstefnan er opin öllum. Þar munu fræðimenn úr hugvísindum, félagsvísindum og lögfræði velta upp þeirri spurningu hvort og þá hverju Búsáhaldabyltingin hefur skilað og jafnframt hvort að líta megi á hana sem birtingarmynd breyttra stjórnmála á Íslandi. Sex erindi verða flutt og opnar umræður í kjölfar hvers erindis. Í lok dagsins verða pallborðsumræður þar sem velt verður upp spurningum um efni erindanna. Fundarstjóri verður Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á vef Háskólans á Bifröst.