Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. febrúar. 2010 04:04

Át konuna sína á konudaginn

Framundan er hin heilaga þrenning daga sem hefst með bolludegi, síðan sprengidegi og endar svo á öskudegi. Þessir dagar hafa orðið hagyrðingum yrkisefni sem og fleiri dagar sem merktir eru ákveðnu þema. Hér fara á eftir fjórar vísur sem allar hafa þó sama upphafið. Gefum fyrst Hjálmari Freysteinssyni á Akureyri orðið:

 

 

Bollur skal éta á bolludaginn,

baunir og saltkjöt á sprengidaginn,

en iðrast hann má

maðurinn sá

sem át konuna sína á konudaginn.

 

 

 

Ólafur Halldórsson bætti við:

 

Bollur skal éta á bolludaginn,

baunir og saltkjöt á sprengidaginn,

en þótt hugur sé á

ekki húsfreyjan má

hafa bóndann í matinn á bóndadaginn.

 

Björn Ingólfsson spurði:

 

Ef bollur skal éta á bolludaginn

og baunir og saltkjöt á sprengidaginn,

Þá er mér spurn

spekingar: Hvurn

andskotann étiði á öskudaginn?

 

Og Kristján Eiríksson svaraði:

 

Ég bollurnar ét á bolludaginn

og baunir og saltkjöt á sprengidaginn,

svo fæ ég mér bjór

og byrja mitt þjór

og verð öskufullur á öskudaginn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is