Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2010 10:04

Mikill og vaxandi áhugi fyrir Reykholti

Talið er að um 15-18.000 manns hafi notið menningarviðburða í Reykholti árið 2009. Þar fyrir utan komu mun fleiri til að skoða Snorralaug og aðrar fornleifar, njóta útveru eða þeirrar funda- og gistiaðstöðu sem Fosshótel Reykholt og Snorrastofa hafa upp á að bjóða. Að sögn Bergs Þorgeirssonar forstöðumanns Snorrastofu framkvæmdi Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar könnun árið 2008 um fjölda ferðamanna sem sóttu heim staðinn. Samkvæmt henni er áætlað að það ár hafi um 115 þúsund gestir komið í Reykholt í allt að 140 þúsund heimsóknum. “Þar af voru um 65 þúsund Íslendingar í nálægt 90 þúsund heimsóknum og um 50 þúsund erlendir ferðamenn. Þar við bætast síðan heimsóknir sóknarbarna og annarra nágranna Reykhyltinga. Þetta þýðir um eða yfir 30% aukningu í fjölda gesta frá árinu 2005 miðað við fyrri kannanir RRF fyrir Snorrastofu,” segir Bergur.

Í skýrsunni segir að Íslendingar hafi staðið fyrir um 65% af heimsóknum ferðamanna í Reykholt árið 2008, en það hlutfall var 80% árið 2005. Búast megi við að eftir 3-5 ár verði útlendingar fleiri en Íslendingar sem Reykholt heimsæki.

Bergur bætir því við að það sé tilfinning starfsfólks Snorrastofu að heimsóknum ferðafólks hafi fjölgað á síðasta ári en ekki fór fram sambærileg rannsókn á fjölda gesta það ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is