15. febrúar. 2010 03:48
Fólkið sem björgunarsveitarmenn leituðu að í gærkvöldi á Langjökli var í hópi sem ferðaskrifstofu eða snjósleðaleigu sem skipulagði ferðina. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi sagði í viðtali við fjölmiðla í dag að full ástæða væri til að rannsaka af hverju farið hefði verið í þessa ferð í ljósi þess að spáð hafi verið kolvitlausu veðri á þessum slóðum. Þó að vel hafi farið væri í fyrsta lagi ljóst að björgunarsveitarmenn hefðu unnið enn eitt þrekvirkið og jafn ljóst að snjósleðaleigan sem í hlut átti hafi ekki hagað seglum eftir vindi.