Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2010 08:04

Ráðherra ræddi við starfsfólk héraðsfréttablaða

Katrín Júlíusdóttir ræðir við fundarmenn.
Síðastliðinn föstudag kom saman hópur fólks frá níu bæjar- og héraðsfréttablöðum af landsbyggðinni. Er það um helmingur þeirra miðla sem enn eru starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Samtök bæjar- og héraðsfréttablaða voru upphaflega stofnuð 1988 og funduðu reglulega fram til 1996. Síðan hefur þessi félagsskapur legið í dvala. Félagið var þó ekki endurvakið með formlegum hætti á fundinum á föstudaginn, en rætt um að það komi til greina í haust enda til gagns að miðla ýmsum fróðleik milli blaðanna. Á fundinum kom fram að aldrei væri mikilvægara en nú fyrir hið opinbera, fyrirtæki og almening að hlúa vel að bæjar- og héraðsfréttablöðum, í ljósi þess að í kjölfar erfiðleika í rekstri stærri fjölmiðla hefur vægi landsbyggðarinnar dregist verulega saman í þeim.

Gestur fundarins var Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sem jafnframt fer með byggðamál í ríkisstjórninni. Ræddi hún við fundarmenn um atvinnu- og byggðamál, svaraði fyrirspurnum um hvað efst væri á baugi á vettvangi ríkisstjórnarinnar og ráðuneytis hennar og hlýddi á hvað starfsmenn héraðsmiðlanna höfðu fram að færa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is