Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2010 10:05

Íslendingar voru ferðaglaðir á liðnu ári

Ferðaárið 2009 var með líflegasta móti hjá landsmönnum samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga innanlands. Í könnuninni kemur fram að níu Íslendingar af hverjum tíu hafi ferðast innanlands á árinu 2009 og er það nokkuð hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt.  Þegar horft er til þess í hvaða landshluta fólk gisti í ferðum sínum á síðasta ári kemur fram að flestir gistu á Norðurlandi eða 58,5%, þá kemur Suðurland með 57,1% og Vesturland var í þriðja sæti yfir gististaði en þar gistu 39,9% þeirra landsmanna sem ferðuðust innanlands á síðasta ári. Flestir ferðuðust innanlands í júlí (75%) og ágúst (66%) en fjölmargir ferðuðust hins vegar í öðrum mánuðum, ríflega helmingur (56%) í júní, fjórðungur í maí og september og fimmtungur í apríl og október. 

Sund og jarðböð vinsælust

Sú gisting sem var nýtt í hvað mestum mæli eða af ríflega helmingi (52%) landsmanna var gisting í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl en auk þess gistu fjölmargir eða tæpur helmingur (48%) hjá vinum og ættingjum. Af þeirri afþreyingu sem greiða þarf fyrir nýttu flestir sér sund eða jarðböð (66%) en auk hennar borguðu fjölmargir sig inn á söfn og sýningar (33%), fyrir veiði (19%) og leikhús eða tónleika (18%). Náttúrutengd afþreying var notuð í minna mæli en innan við fimm prósent fóru í einhverja af eftirtöldum ferðum; skoðunarferð með leiðsögumanni, gönguferð eða fjallgöngu með leiðsögumanni, hestaferð, flúðasiglingu eða kajakferð, hvalaskoðun, hjólreiðar og vélsleða- eða snjósleðaferð.

 

Samdráttur í utanferðum

Samkvæmt könnuninni ferðuðust tveir af hverjum fimm bæði innanlands og utan og fjögur prósent eingöngu utanlands. Átta prósent ferðuðust hins vegar ekki neitt. Þannig ferðaðist innan við helmingur landsmanna til útlanda sem gefur til kynna verulegan samdrátt í utanferðum landsmanna.  Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir að landsmenn ferðist meira innanlands að vetrarlagi er að þeim finnst það of dýrt, þeir geta það ekki vinnunnar vegna eða af því að þeir hafa ekki tíma. Veðrið letur landsmenn ennfremur í nokkrum mæli til ferðalaga, auk þess sem þeir telja sig ekki hafa efni á því að ferðast. 

 

Könnunin var unnin sem net- og símakönnun 14.-19. janúar. Spurningar fyrir aldurshópinn 18-67 ára voru lagðar fyrir í spurningavagni MMR og var svarað á Internetinu. Könnunin náði til 1400 manna úrtaks úr þjóðskrá og var svarhlutfall 66,1%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is