Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2010 01:04

Íslandsvinurinn Neil Ófeigur Bardal látinn

Látinn er mikill Íslandsvinur og Borgfirðingur, Neil Ófeigur Bardal, tæplega sjötugur að aldri. Neil var Vestur-Íslendingur, bjó í Winnipeg. Þangað fluttu afi hans og amma í móðurætt árið 1900. Þau voru Helgi Jónsson frá Eskiholti og Ásta Jóhannesdóttir frá Gufuá í Borgarhreppi. Helgi var bróðir Sesselju Þ. Jónsdóttur sem bjó á Valbjarnarvöllum og Ásta var systir Guðfríðar Jóhannesdóttur sem bjó á Litlu Brekku. Neil kom oft til Íslands og kappkostaði að treysta vina- og ættarbönd við fólkið sitt hér heima. Hann kom síðast í Borgarnes í apríl 2009 en var þá orðinn veikur af krabbameini og var ljóst að þetta yrði síðasta ferðin hans hingað heim.

Neil var mikill velgjörðarmaður Íslendinga og það var varla sú íslenska opinbera heimsókn til Winnipeg að hann annaðist ekki allt skipulag og ferðatilhögun svo dæmi sé tekið. Á undanförnum þremur árum hafa tveir stórir hópar úr fjölskyldu hans dvalið í Borgarfirði til að kynna sér rætur sínar þar og er það ekki síst fyrir tilstilli hans. Stórfjölskyldan úti er einstaklega ötul í að halda sambandi þótt þau séu orðin dreifð um þetta stóra land sem Kanada er. Á árinu 2005 létu þau setja upp minningarstein í Englendingavík í Borgarnesi, um afa sinn og ömmu sem lögðu þaðan upp í ferðina til Vesturheims fyrir rúmum 100 árum.

Guðrún Jónsdóttir í Borgarnesi kveðst hafa verið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast Neil vel á undanförnum árum. Hún segir að með Neil Ófeigi hafi kvatt einstaklega góður drengur sem var trygglyndur sínum uppruna og vildi ættarlandi sínu ávallt allt það besta.

Guðrún tók meðfylgjandi mynd í Borgarnesi í apríl sl. Hún er af Neil Ófeigi ásamt nokkrum borgfirskum ættingjum sínum, systkinum frá Liltu Brekku í Borgarhreppi. Sitjandi frá vinstri: Hjördís, Jóhannes og Helga (Lóa) Guðmundarbörn. Standandi: Neil Bardal.  Í baksýn sjást þrír frændur Neils, þeir Einar Óskarsson, Hreggviður Hreggviðsson og Jóhann Hjartarson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is