17. febrúar. 2010 08:04
 |
Nemendur í vettvangsnámi við LbhÍ. |
Laugardaginn 20. febrúar kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í Reykjavík. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Háskóli Íslands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda í Háskóla Íslands Þá verður á sama tíma boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð í Norræna húsinu. Nemendur háskólanna, kennarar og námsráðgjafar taka á móti gestum og miðla af reynslu sinni. Einnig verður kynnt margskonar þjónustustarfsemi við nemendur.