17. febrúar. 2010 10:05
 |
Frá vettvangi bílveltunnar í Dölum á sunnudaginn. |
Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þar á meðal var einn ökumaður tekinn fyrir ölvun við akstur í Norðurárdal. Bifreið hans var töluvert skemmd og viðurkenndi hann við yfirheyrslu að hafa farið nokkrum sinnum útaf veginum á leið sinni að norðan.
Þá gerðist það einnig í Norðurárdalnum við bæinn Hreimsstaði að bifreið á norðurleið lenti í glæra ísingu, rann útaf veginum og valt. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli og var fluttur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til nánari skoðunar. Loks valt jeppabifreið á Vestfjarðavegi nærri Búðardal á sunnudaginn. Bíllinn var á 35 tommu ónegldum dekkjum og rann út af veginum í hálku. Klippa þurfti bílinn til að ná fólkinu út úr jeppanum og var farið með farþega og ökumann á sjúkrahús. Meðfylgjandi mynd tengist þessu óhappi.