Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2010 11:04

Hefur með jákvæðni siglt í gegnum erfið veikindi

Síðastliðin fjórtán ár hefur Hrefna Bryndís Jónsdóttir starfað hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi með aðsetur í Borgarnesi. Fyrstu árin var hún atvinnuráðgjafi en hefur síðan 2001 verið framkvæmdastjóri SSV en auk þess stýrt Sorpurðun Vesturlands. Árið 2002 veiktist Hrefna, greindist með góðkynja æxli bak við auga og fór í framhaldi þess í fjórar erfiðar skurðaðgerðir á aðeins einu ári.  Í kjölfarið fylgdi geislameðferð sem framkvæmd var í Uppsölum í Svíþjóð. Hún segist í dag vera bærilega hress en það sem einkum hafi hjálpað sér í gegnum veikindin hafi verið stuðningur fjölskyldu og vinnufélaga sem gerðu henni mögulegt að stunda vinnu eftir því sem kraftarnir leyfðu. Þannig hafi hún aldrei einangrast félagslega heima fyrir meðan tekist var á við sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Jákvætt viðhorf hennar til lífsins og baráttuvilji hefur hjálpað henni mikið. Jafnvel kom það fyrir að læknir sem annaðist hana spurði hvaða geðlyf virkuðu svona glettilega vel? Hún var þó aldrei á slíkum lyfjum en kveðst hafa komist næst þunglyndi fyrir margt löngu, eða þær fáu vikur sem hún bjó í 101 Reykjavík. 

 

Sjá ítarlegt viðtal við Hrefnu Bryndísi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is