Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2010 01:04

Þá kom sér vel að vera dreifbýlistútta

„Á bernskuheimili mínu á Ísafirði snérist allt um slor og íþróttir. Pabbi var skipstjóri og bræður mínir fjórir allir á kafi í íþróttum og mamma hélt þessu öllu saman, var og er enn kjölfestan í fjölskyldunni. Við krakkarnir vorum mikið í útileikjum og þar var vinsælasti leikurinn sem við kölluðum „að reka pílu,“ sem var eltinga- og feluleikur. Svo var fjaran líka vinsæll leikvangur og þangað sótti ég efni í lítil listaverk sem ég var að gera í garðinum heima. Í þau notaði ég líka netatrossur og drasl sem ég sótti í skúrinn til pabba. Ég hef alltaf verið rosalega mikið tengd sjónum, var stundum að vinna með skólanum og öll sumur sem unglingur í frystihúsinu. Á tímabili var ég að spá í að fara í fiskvinnsluskólann, sem var vinsælt nám á þessum tíma, en svo varð gullsmíðin ofan á.“ Þannig segir frá Dýrfinna Torfadóttir, sem nýlega var tilnefnd bæjarlistamaður Akraness.

Framundan hjá Dýrfinnu eru einmitt sýningar, í Nýsköpunarmiðstöðinni í Garðabæ í næsta mánuði og síðan tvær sýningar á Norðurlöndunum í sumar, gull- og skartgripasýning í Kaupmannahöfn og síðan sýningin „Smycken så in i Norden" á Skáni í Svíþjóð. Af nægu er því að taka og hentar henni vel enda engin lognmolla í kringum listamanninn Dýrfinnu.

 

Sjá ítarlegt viðtal við listamanninn að vestan í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is