Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2010 12:04

Einar Ben býður sig fram fyrir Samfylkinguna

"Í kjölfarið á því efnahagashruni sem við Íslendingar höfum mátt þola, hefur verið uppi mikið ákall um endurnýjaða stjórnsýslu. Á þetta sérstaklega við í landsmálunum en ekki síður á sveitastjórnarstiginu. Margir bæjarbúar hér á Akranesi telja að ákveðin þreyta sé komin upp í stjórn bæjarins og að forsenda þess að við komumst upp úr hjólförum fortíðarinnar sé að skipt verði um forystu í bænum okkar. Núverandi oddvitar þriggja af fjórum flokkum (B, D og S) í bæjarstjórn Akraness hafa nú setið í fjögur kjörtímabil, eða 16 ár, allir ætla þeir að gefa kost á sér til áframhaldandi setu," segir í fréttatilkynningu frá Einar Ben, íbúa á Akranesi.

Hann heldur áfram: "Það er í ljósi þessarar áköllunar um breyttar áherslur sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1.-2. sætið á lista Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Ég er rúmlega fertugur verkamaður, innfæddur Skagamaður, faðir fjögurra frábærra barna, 6, 9, 14 og 18 ára, kvæntur Sigrúnu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, tel mig vera best kvænta mann í heimi.

Síðastliðin þrjú ár hef ég starfað sem liðsstjóri í skautsmiðju álvers Norðuráls á Grundartanga. Í gegnum tíðina hef ég unnið hin ýmsu störf m.a. verið sjálfstætt starfandi bæði hér á landi og í Danmörku þar sem fjölskyldan bjó í rúm 9. ár. Það vantar klárlega venjulegt fólk í stjórnsýslu þessa lands, það vantar öflugan talsmann verkalýðsins að því borði sem deilir út gæðunum, sem tekur ákvarðanir um það sem okkur, venjulega fólkið, telur skipta máli, einhvern sem talar skiljanlegt mál og er ekki hræddur við að standa á sínu þegar þurfa þykir.

Ég tel mig vera þann mann, ég tel að með mikilli reynslu úr „skóla lífsins“ geti ég orðið að gagni þegar kemur að því að taka ákvarðanir er lúta að stjórn bæjarfélagsins. Þess vegna bið ég þig lesandi góður að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akranesi sem fer fram 19. og 20. mars næstkomandi og setja X við Einar Benediktsson í 1.-2. sætið."

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is