Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2010 01:04

Íþróttahátíð UMSB og kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2009

Hin árlega íþróttahátíð UMSB fer fram laugardaginn 27. febrúar næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Íþróttahátíðin er keppni unglinga og barna, 16 ára og yngri, á starfssvæði UMSB. Keppnin hefst með sundkeppni kl. 10.30 og keppni í frjálsum íþróttum hefst kl. 13.30. Klukkan 12.30 verður kynning á íþróttagrein frá sérsambandi innan ÍSÍ, ekki er frágengið hvaðan sú kynning kemur.  Samhliða íþróttahátíðinni eru veitt ýmis sérverðlaun fyrir árið 2009 í sundi og frjálsum íþróttum. Af þeirri verðlaunaafhendingu lokinni verður kynnt kjör Íþróttamanns Borgarfjarðar fyrir árið 2009. Þeir sem hafa rétt til að tilnefna íþróttamann Borgarfjarðar eru stjórnir aðildarfélaga UMSB ásamt íþróttadeildum þeirra félaga sem eru deildarskiptar.

Heimilt er að tilnefna allt að þrjá frá hverju félagi eða deild. Viðkomandi verður að vera orðin 14 ára og hafa einungis keppt fyrir UMSB eða aðildarfélag þess á árinu. Íþróttamaður Borgarfjarðar var fyrst kosinn árið 1980 og var það langhlauparinn Jón Diðriksson sem þá hlaut titilinn íþróttamaður Borgarfjarðar. Oftast hefur Íris Grönfeldt hlotið tililinn eða alls sjö sinnum. Íþróttamaður Borgarfjarðar fyrir árið 2008 var Bjarki Pétursson golfmaður úr Borgarnesi.

 

Eftirtalin í kjöri eftir stafrófsröð:

Anton Freyr Arnarsson, tilnefndur af Umf. Íslendingifyrir knattspyrnu.

Bjarki Pétursson, tilnefndur af Golfklúbbi Borgarness fyrir golf.

Björk Lárusdóttir, tilnefnd af Umf. Íslendingi fyrir knattspyrnu.

Fjölnir Jónsson, tilnefndur af Umf. Reykdæla fyrir knattspyrnu.

Hermann Daði Hermannsson, tilnefndur af Umf. Reykdæla fyrir  körfubolta.

Íris Gunnarsdóttir, tilnefnd af  Körfuknattleiksdeild Skallagríms fyrir körfubolta.

Ísfold Grétarsdóttir, tilnefnd af Badmintondeild Skallagríms fyrir badminton.

Jón Ingi Sigurðsson, tilnefndur af Sunddeild Skallagríms fyrir sund.

Sigmar Aron Ómarsson, tinefndur af Umf. Íslendingi fyrir frjálsar íþróttir.

Sigurður Þórarinsson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild Skallagríms fyrir körfubolta.

Trausti Eiríksson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild Skallagríms fyrir körfubolta.

Valdimar K. Sigurðsson, tilnefndur af Knattspyrnudeild Skallagríms fyrir knattspyrnu.

Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir, tilnefnd af Sundeild Skallagríms fyrir sund.

-fréttatilk.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is