Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2010 07:04

Kjördeildarmenn ekki á ofurlaunum

Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri-Fagradal í Dalabyggð hafði samband við Skessuhorn vegna fréttar um sameiningu kjördeilda í Dölum, sem birt var í blaðinu fyrir tveimur vikum. Þar var haft eftir Grími Atlasyni sveitarstjóra Dalabyggðar að sparnaður við það að leggja niður kjördeild í Tjarnarlundi í Saurbæ og sameina hana kjördeild í Búðardal, væri um 400 þúsund krónur. Sigurður í Innra-Fagradal, sem er einn þriggja fyrrverandi kjördeildarmanna í kjördeildinni í Saurbæ, segir að það hafi komið svolítið á þá þegar þeir heyrðu þessa tölu, því það væri fjarri lagi að kostnaður við kjördeildina í Tjarnarlundi hafi verið svona mikill.

 

 

Sigurður segist hafa reiknað út kostnaðinn við kjördeildina enda væri það auðvelt reiknisdæmi. Hvor um sig hafði kjördeildarmaðurinn tuttugu þúsund krónur í laun og einn dyravörður sem starfaði við kjördeildina sömu upphæð. Lauslega mætti reikna leiguna á félagsheimilinu á 40 þúsund krónur, þannig að samtals væri þá kominn kostnaður upp á 120.000 krónur. „Kjörklefa útbjuggum við sjálfir þannig að ekki var kostnaður við það og varla er kostnaðurinn mikill við að koma kjörgögnum á talningarstað. Mér skilst að ríkið hafi greitt fyrir kostnað við kjördeildina, væntanlega svipaða upphæð á hverja kjördeild til sveita, þannig að væntanlega hefur ríkið verið að borga meira en kostnaðurinn raunverulega var víðast hvar.“

 

Sigurður í Innri-Fagradal sagðist hafa borið þessa útreikninga undir Grím sveitarstjóra og hann ekki véfengt þá. „Mér finnst ef að verið er að spara þá á að gera það á réttum forsendum og það ætti að endurskoða kostnaðarþátttöku ríkisins við kjördeildir þannig að um raunkostnað sé að ræða. Það er að minnsta kosti ljóst að við í kjörstjórninni vorum ekki á neinum ofurlaunum. Vorum ekki það hátt metnir að aldrei höfðum við möguleika á að komast í skilanefnd bankanna,“ segir Sigurður að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is