18. febrúar. 2010 09:04
Þeir eru vandaðir og vel unnir munirnir sem koma úr höndum Sigmundar Hansen á verkstæði hans í bílskúrnum á horni Vallholts og Vesturgötu á Akranesi. Þar hefur þessi aldni og hressi maður komið sér upp góðu verkstæði og sagar út hvern listmuninn og skartgripinn á fætur öðrum. Hann hefur gert mikið af klukkum og hefur sjálfur flutt inn úrverkin. Sigmundur, sem er á áttugasta og öðru aldursári, fékkst talsvert við útskurð áður fyrr en segist ekki gefa sér tíma til þess núna. Mest sagar hann út í krossvið en hefur einnig verið að saga út úr plexigleri, smærri hluti. Hann sagar líka út segulplötur á ísskápa sem skreyttar eru myndum eftir Bjarna heitinn Jónsson listmálara.
Sjá viðtal við Sigmund í Skessuhorni vikunnar.